32 dyraverðir með réttindi útskrifaðir
Á miðvikudaginn var, 16. maí síðastliðinn, lauk fyrsta dyravarðanámi ársins hjá Mímir-símenntun en þá útskrifuðust 32 dyraverðir með réttindi til að dyravörslu næstu þrjú árin. Námið er hluti samstarfs sem Mímir-símenntun hefur tekið upp við Reykjavíkurborg og lögregluna á höfuðborgarsvæðinu um skipulag og rekstur námskeiða fyrir dyraverði sem veitir þeim samþykki lögreglu til að starfa við dyravörslu.
Dyravarðanámið er ætlað starfandi dyravörðum, þeim sem hyggja á störf í dyravörslu og öðru starfsfólki hótela og veitingahúsa, til dæmis þeim sem vinna næturvaktir.
Fyrr í þessum mánuði endurnýjuðu Reykjavíkurborg, Samtök ferðaþjónustu, fyrir hönd skemmtistaða í Reykjavík, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins samkomulag sem miðar að því að bæta samskipti og samstarf þessara aðila og stuðla að ofbeldislausum og öruggum skemmtistöðum í Reykjavík.
Í aðgerðaráætlun samkomulagsins er tilgreint að eingöngu þeir sem lokið hafa námskeiði og sem lögreglustjóri hefur samþykkt geti starfað sem dyraverðir.
Nýtt dyravarðanámskeið hefst Mími-símenntun þriðjudaginn 22. maí og lýkur fimmtudaginn 31. maí. Kennsla fer fram á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá klukkan 16:30 til 19:25.
Starfsafl styrkir eftir þeim reglum sem við eiga og bendir á að fyrirtæki sem greiða dyravarðanámskeiðið fyrir sitt starfsfólk sem er í Eflingu, getur fengið allt að 75% endurgreiðslu reiknings. Hér má lesa nánar um reglur Starfsafls til fyrirtækja og einstaklinga.