30 milljónir króna greiddar út í apríl

Það er nóg að gera á skrifstofu Starfsafls í apríl enda undirbúningur vorfundar í fullum gangi með öllu sem því fylgir og mikil stemming í kringum það. Það er líka nóg að gera við að svara fyrirspurnum frá fyrirtækjum sem eru að horfa til sumarsins og sumaráðninga, varðandi reglur um styrki vegna sumarstarfsfólks og mögulegar styrkfjárhæðir og við fögnum því.  

Fyrirtæki sem þurftu sannarlega að draga saman seglin eru að rétta úr kútnum og farin að veita fræðslu starfsfólks svigrúm.

Þá mátti sjá í apríl styrkumsóknir frá fyrirtækjum sem ekki hafa sótt um til sjóðsins síðan fyrir heimsfaraldur og það segir okkur að allt sé að verða komið í eðlilegt horf. Fyrirtæki sem þurftu sannarlega að draga saman seglin eru að rétta úr kútnum og farin að veita fræðslu starfsfólks svigrúm. Þá er Starfsafl gott bakland þegar kemur að fjármögnun eins og tölur  aprílmánaðar bera með sér, en samanlögð greidd styrkfjárhæð til fyrirtækja og einstaklinga í apríl var 30 milljónir króna.

Styrkir til fyrirtækja

Í apríl bárust 18 umsóknir frá 9 fyrirtækjum og heildarfjárhæð greiddra styrkja 5 miljónir króna. Efnisflokkar voru samanber eftirfarandi:

Aukin ökuréttindi
Erfiðir viðskiptavinir
Frumnámskeið
Íslenska
Jafningastjórnun
Meirapróf
Sérhæft námskeið (kaffismökkun)
Skyndihjálp
Sölutækni
Stafrænt fræðsluumhverfi
Stjórnendaþjálfun
Vinnuslysanámskeið
Vinnuvélaréttindi

Styrkir til einstaklinga

Samanlögð styrkfjárhæð í apríl til einstaklinga var rúmlega 24 milljónir króna og skiptist sbr. eftirfarandi:

Efling kr. 18.816.000,-

VSFK kr. 4.082.948,-

Hlíf kr. 1.204.494,-

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á [email protected] Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.