27 milljónir í styrki í nóvember
Starfsmenntun og starfsþróun starfsfólks er ekki einhliða ákvörðun stjórnenda heldur samtal á milli beggja aðila en þarf að taka mið af því umhverfi sem starfað er í,framtíðarsýn og markmiðum. Starfsafl styður við hvorutveggja en það er alltaf sérstaklega ánægjulegt að afgreiða styrki til fyrirtækja sem styðja sannarlega við starfsþróun starfsfólks.
Í nóvember var samanlögð styrkfjárhæð rétt yfir 27 milljónir króna sem er talsvert hærra en var í nóvember á síðasta ári. Það er vel og við fögnum því.
Styrkir til fyrirtækja
41 umsókn barst í mánuðinum frá 21 fyrirtæki, þar af bíða 3 umsóknir afgreiðslu. Samanlögð styrkfjárhæð var kr.5.299,926,- , lægsti styrkurinn rétt undir 11,000,- krónum og sá hæsti kr. 738,000,-
813 félagsmenn nutu góðs af í formi námskeiða, lengra náms eða vinuvélaréttinda. Námskeiðin sem sótt var um styrk vegna voru nokkuð hefðbundið auk þess sem sótt var um vegna fagnáms verslunar og þjónustu, námsefnisgerðar og stafræns fræðsluumhverfis, svo fátt eitt sé talið.
Styrkir til einstaklinga
Efling kr. 15,522,118,-
VSFK kr. 4,745,317,-
Hlíf kr. 1,164,337,-
Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á [email protected] Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.
Myndin með fréttinni er fengin hér