27% aukning á milli ára í styrki til fyrirtækja
Starfstengd fræðsla og starfsmenntun er án nokkurs vafa mikilvæg og nauðsynlegur hluti af menningu hvers fyrirtækis.
Það þarf að fjárfesta í þeim mannauð sem starfar innan fyrirtækisins og tryggja að alltaf sé til staðar sú þekking sem þörf er á í núinu og nánustu framtíð, eigi fyrirtækið að ná markmiðum sínu og hafa yfir að ráða mannauð sem líður vel í starfi og getur mætt morgundeginum.
Það þarf að fjárfesta í þeim mannauð sem starfar innan fyrirtækisins og tryggja að alltaf sé til staðar sú þekking sem þörf er á í núinu og nánustu framtíð, eigi fyrirtækið að ná markmiðum sínu og hafa yfir að ráða mannauð sem líður vel í starfi og getur mætt morgundeginum.
Öll fyrirtæki, óháð stærð, eiga rétt á 4 milljónum króna í styrk samkvæmt reglum þar um, vegna fræðslu sem ætluð er starfsfólki, hvort heldur um er að ræða einstakling eða hóp fólks. Bakland af því tagi er gríðarlega mikilvægt og öll fyrirtæki ættu með örlítilli vinnu að geta nýtt þá fjármuni sem í boði eru til að byggja upp fræðslumenningu sem er í takt við stefnu og markmið fyrirtækisins.
Fjöldi fyrirtækja sækir um með reglubundnum hætti, það er um leið og fræðslunni er lokið þá er send inn umsókn. Hjá Starfsafli er styrkur greiddur út innan 5 virka daga ef öll tilskylin gögn fylgja með umsókn. Hinsvegar er það svo að mikill hluti fyrirtækja sækir aðeins um síðustu vikur ársins en á síðasta ári bárust 42% umsókna síðustu 2 mánuði ársins.
Engu að síður er alltaf áhugavert að skoða stöðuna þegar 6 mánuðir eru liðnir af árinu og sjá hvert stefnir og í ár er 27% aukning á milli síðasta árs og núverandi, sé litið til fyrstu 6 mánaðanna.
Engu að síður er alltaf áhugavert að skoða stöðuna þegar 6 mánuðir eru liðnir af árinu og sjá hvert stefnir og í ár er 27% aukning á milli síðasta árs og núverandi, sé litið til fyrstu 6 mánaðanna.
Það verður sannarlega spennandi að sjá hvernig þetta mun líta út í lok árs en við hvetjum sannarlega þá sem geta að sækja um með reglubundnum hætti en ekki geyma þar til á síðustu stundu.
Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á [email protected] Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.
Hægt er að stækka myndina hér til hliðar með því að leggja músarbendilinn yfir hana og klikka.
Hin myndin er fengin hér