25 milljónir greiddar í styrki í mars
Þá er mars liðinn og þar með fjórðungur ársins. Í rúmt ár hafa fyrirtæki haldið úti starfsemi og fjárfest í mannauð við skrítnar og öðruvísi aðstæður. Flest hafa gert það mjög vel eins og tölur fræðslusjóða sýna fram á en mörg fyrirtæki hafa nýtt sér tæknina þegar kemur að fræðslu til starfsfólks samanber aukningu í styrkjum til fyrirtækja vegna stafrænna námskeiða. Lausnamiðuð hugsun hefur verið leiðarstefið, allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.
Heildarfjárhæð greiddra styrkja í mars var rúmar tuttugu og fimm milljónir króna og þar af tæpar tvær milljónir króna í styrki til fyrirtækja.
Styrkir til fyrirtækja
19 umsóknir frá 11 fyrirtækjum voru afgreiddir í mars, 18 vegna námskeiða og ein vegna áskriftar að stafrænu námsumhverfi.
Heildarfjárhæð greiddra styrkja var rétt undir tveimur milljónum króna og náði sú styrkfjárhæð til 528 félagsmanna. Sá fjöldi skýrist meðal annars af því að talsvert er um að keypt séu inn starfræn námskeið og þá er fjöldi þátttakanda áætlður fjöldi markhóps.
Námskeiðin voru margvísleg:
ADR námskeið
Boraranámskeið
Endurmenntun atv.
Frumnámskeið
Götusópun
Grunnur í markaðsfræðum
Háþrýstiþvottur
Lykilatriði í heilsu
Öryggisnámskeið
Lean námskeið
Stubbatæting
Svefn
Tæknisjálfstraust
Úðun
Vinnuvernd
Ef fyrirtæki er ekki í Samtökum atvinnulífsins þá er styrkurinn örlítið lægri eða 90% af reiknaðri styrkfjárhæð sem veitt er fyrirækjum í aðild
Styrkir til einstaklinga.
Styrkir til einstaklinga í krónum talið voru sem hér segir:
Efling kr.17.818.705,-
VSFK kr.4.011.365,-
Hlíf kr.1.119.910,-
Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á [email protected] Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.
Myndin með fréttinni er fengin hér