180 milljónir til fyrirtækja og einstaklinga
Mikilvægi sí- og endurmenntunar verður seint metið að verðleikum enda sterk tengsl menntunar við velferð, hagsæld og jöfnuð. Nám, hvort heldur um er að ræða styttri námskeið eða lengra nám, getur oft verði kostnaðarsamt og ekki allra að fjármagna. Þar af leiðir er mikilvægt fyrir alla að geta nýtt áunninn styrk í starfsmenntasjóð og þannig átt þess kost að bæta við sig menntun, þekkingu og hæfni.
Það sem af er ári hafa verið greiddar rúmar 180 milljónir króna í styrki til fyrirtækja og einstaklinga.
Í ágúst einum saman var samanlög styrkfjárhæð rétt yfir 20 milljónum króna.
Styrkir til fyrirtækja
18 umsóknir bárust frá 6 fyrirtækjum í mánuðinum og var lægsti styrkurinn kr. 6750,- og sá hæsti kr. 207.900,- Samanlögð styrkfjárhæð var kr. 1.823.363 og á bak við þá tölu 192 félagsmenn.
Styrkir til einstaklinga
Efling kr. 13,932,078,-
VSFK kr. 3,740,573,-
Hlíf kr. 1,720,110,-
Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á [email protected] Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.
Myndin með fréttinni er fengin hér