144 umsóknir afgreiddar í desember 2025

Það er verulega ánægjulegt að segja frá því að allar umsóknir sem bárust á síðasta ári hafa verið afgreiddar að einni undanskilinni, og eru þar með taldar þær umsóknir  sem bárust eftir 10. desember, sem var síðasti dagurinn til að skila inn á árinu. Þær umsóknir voru færðar til afgreiðslu á nýju ári og fara því af rétti fyrirtækis á því ári, sjá hér

Það er svo magnað að sjá fjölbreytnina í fræðslu fyrirtækja og áhugann og viðleitnina til að byggja undir menningu sem styður við starfsmenntun sem og áhersluna sem lögð er á almenna vellíðan á vinnustað. Þá er nám sem gefur réttindi eða viðurkenningu mikilvægt og ánægjulegt að sjá hversu mörg fyrirtæki styðja við sitt starfsfólk hvað það varðar. 

Það er svo magnað að sjá fjölbreytnina í fræðslu fyrirtækja og áhugann og viðleitnina til að byggja undir menningu sem styður við starfsmenntun sem og áhersluna sem lögð er á almenna vellíðan á vinnustað. Þá er nám sem gefur réttindi eða viðurkenningu mikilvægt og ánægjulegt að sjá hversu mörg fyrirtæki styðja við sitt starfsfólk hvað það varðar. 

Víkjum þá að styrkjum til fyrirtækja í desember. Þann mánuð voru afgreiddar alls 144 umsóknir eða 23% umsókna sem bárust á öllu árinu. Heildarfjárhæð greiddra styrkja var 22,3 milljónir króna.

Af þeim fjölda umsókna sem barst í desember var 21. umsókn hafnað.  Ástæður þar að baki geta verð margvíslegar samanber eftirfarandi upptalningu:

  • gögn skiluðu sér ekki
  • gögn voru í óreiðu
  • eigum ekki félagsmann
  • engin gögn fylgdu umsókninni
  • er vegna félagsgjalda
  • er vegna fræðslugreiningar / ráðgjafar
  • er vegna vinnustaðaúttektar
  • gögn skiluðu sér ekki þrátt fyrir ítrekun
  • grunngögn vantaði
  • öll fylgigögn vantaði með umsókn
  • reikningur á félagsmanni
  • reikningur eldri en 12 mán.

Umsóknir sem bárust voru vegna náms af öllu tagi, eins og sjá má á eftirfarandi upptalningu:

ADR
Andleg og líkamleg heilsa
Aukin ökuréttindi og meirapróf
Bed bugs
Ekko
Endurmenntun atvinnubílstjóra
Fjármál- minimba
Fræðsluumhverfi
Frammistaða
Frumnámskeið til réttinda á minni vélar
Fyrirlestur um svefn
Gæðastjórnun
Geðheilbrigði
Gerð fræðsluefnis
Grunnnámsskeið vinnuvéla
Hagnýting gervigreindar
Hálkuakstur og akstur í vetrarfærð
Húmor virkar
Íslenska
Íslenska 4
Íslenska 5
Leiðtogaþjálfun
Líkamsbeiting
Mannauðsdagurinn
Markmiðasetning
Meirapróf
Nám til kerruréttinda
Netöryggi
Ógnandi hegðun
Öryggisnámskeið
Öryggisnámskeið v/ vinnu í hæð og lokuðu rými
Rannsóknarráðstefna Vegagerðarinnar
Samskipti
Samskipti – að eiga við erfiða einstaklinga
Samskipti á vinnustað
Samskipti – hrós og endurgjöf
Skipaskráarnámskeið
Skyndihjálp
SSG Öryggisnámskeið
Stafrænt fræðslusafn
Stafrænt fræðsluumhverfi
Starfslokanámskeið
Stjórnendanám
Stjórnun /styrkleikar
Streitustjórnun
Svefn og svefnvenjur
Þjónusta og menningalæsi
Þjónusta og samskipti
Þjónustunámskeið
Þrif
Verklegt próf vinnuvéla
Verkstjóranámskeið
Vínfræði
Vinnuumhverfið
Vinnuvélanámskeið
Vinnuvélanámskeið í fjarnámi

Eins og segir hér að ofan var greidd styrkfjárhæð þennan síðasta mánuð ársins 22,3 milljónir króna  Mikill fjöldi reikninga sem þarna liggja að baki eru jafnvel frá fyrri hluta ársins 2025 og því ljóst að hægt hefði verið að sækja um mun fyrr á árinu.  Þá voru einhverjar umsóknir með reikninga sem voru eldri en 12 mánaða og má því segja að fyrirtækin hafi brunnið inni með þá reikninga. I einhverjum tilfellum var um að ræða reikninga upp á hundruði þúsunda.

Þá voru einhverjar umsóknir með reikninga sem voru eldri en 12 mánaða og má því segja að fyrirtækin hafi brunnið inni með þá reikninga. I einhverjum tilfellum var um að ræða reikninga upp á hundruði þúsunda.

Við hvetjum  því fyrirtæki eindregið til að sækja jafnt og þétt um í sjóðinn allt árið, það er svo mikilu einfaldara að halda utan um gögn með þeim hætti og minni líkur á því að reikningur verði of gamall. 

Þá er vert að minna á það að Starfsafl greiðir styrki út innan 5 virkra daga ef öll tilskylin gögn fylgja með umsókn. Það hlýtur að skipta máli fyrir allan rekstur.

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 5181850 eða með tölvupósti á [email protected]  Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Starfsafl  áskilur sér rétt til að gera athugasemdir eða takmarka styrkveitingu ef verðlagning náms getur ekki talist í samræmi við viðmið markaðarins, ef ætla má að skilgreindur undirbúningstími sé umfram það sem eðlilegt getur talist, ef vísbendingar eru um að verðlagning taki til ráðgjafar eða ber  þróunarkostnað umfram það sem eðlilegt má teljast. Að gefnu tilefni áskilur Starfsafl sér rétt til að hafna umsóknum.