141 fyrirtæki nýttu rétt sinn árið 2024 og sóttu um styrk til sjóðsins, einn eða fleiri, vegna starfsmenntunar starfsfólks.
Það er vert að benda á það að öll fyrirtæki á almennum markaði sem eru með starfsfólk í hlutaðeigandi stéttafélögum og í skilum með iðgjaldagreiðslur, eiga rétt hjá sjóðnum, allt að 4 milljónir króna á ári óháð stærð fyrirtækis og fjölda starfsfólks.
Rétturinn myndast sjálfkrafa um leið og launatengd gjöld starfsmanns eru greidd og því er hægt að sækja um styrk vegna starfsmanns strax á fyrsta mánuði í starfi.
Rétturinn myndast sjálfkrafa um leið og launatengd gjöld starfsmanns eru greidd og því er hægt að sækja um styrk vegna starfsmanns strax á fyrsta mánuði í starfi.
Á myndinni hér til hliðar má sjá hlutfall fyrirtækja og styrkfjárhæð árið 2024.
Tekjur Starfsafls eru starfsmenntaiðgjald, hluti af launatengdum gjöldum og samningsbundið gjald atvinnurekenda til sjóðsins, eins og um er samið á hverjum tíma. Þau fyrirtæki sem greiða hæstu fjárhæðirnar, að einu undanskyldu, eru að greiða undir sex milljónum króna á ári sem renna þá bæði til einstaklings- og fyrirtækjastyrkja. Þessi fyrirtæki má telja á fingrum annarar handar þar sem flest fyrirtæki greiða mun lægri fjárhæðir enda fer greidd fjárhæð eftir fjölda starfsfólks og fyrirtæki hér á landi eru flest lítil eða meðalstór.
Í þessu felst að fyrirtæki sem fullnýtir rétt sinn og hvetur starfsfólk til að gera slíkt hið sama getur náð góðri ávöxtun, bæði fjárhagslegri og hvað mannauð varðar. Það er því margþættur ávinningur fólginn í því að skapa menningu innan fyrirtækis sem byggir á fræðslu- og þekkingaröflun og hvetur til hvorutveggja.
Lista yfir þau fyrirtæki sem nýttu rétt sinn má sjá hér fyrir neðan. Það hefur sannarlega orðið aukning í umsóknum fyrirtækja og þeim fjölgar ört fyrirtækjunum sem átta sig á því sterka baklandi sem starfsmenntasjóðurinn er.
1912 |
Hekla hf Hið íslenska reðasafn Höldur ehf Hópbílar Hornsteinn ehf Hótel Cabin Hotel Collection by Berjaya Hótel Holt Hausti Hótel Keflavík ehf Hótel Klettur ehf HR Þrif Hreint ehf Húsasmiðjan Hvammsvík sjóböð ehf Iceland hotel Collection by Berjaya Icelandair ehf Icelandic Water Holdings Í-Mat ehf Indín ehf Innnes Ísfell ehf Íslandshótel hf Íslenska gámafélagið Ístak Já verk Jarðboranir Javerk ehf Jóhann Helgi og Co ehf Kerlingarfjöll KFC ehf Lagerdele travel retail Landsvirkjun Langvía ehf Leikfélag Reykjavíkur Lóðaþjónustan Malbiksstöðin ehf Málmaendurvinnslan Marel ehf Margt smátt Matfugl ehf Mjólkursamsalan ehf Myllan – Ora ehf Nings ehf OJK-Ísam Ölgerðin Olíudreifing ehf Olíuverslun Íslands |
Opin kerfi Öryggismiðstöð Íslands Penninn ehf Pizza Pizza ehf Play Rafbox ehf Rafha Reykjavík Sightseeing Reykjagarður Reykjavík Napólí ehf Rio Tinto Sambagrill Samherji Fiskeldi ehf Samskip Sand H. operation Securitas ehf Sérleyfisbílar Akureyrar SÍ ehf Signa ehf Síld og fiskur ehf Sinnum Skipaþjónusta Íslands. Skólamatur ehf Skólavörðustígur 40 ehf Skuggi hótelrekstur Sky Lagoon Smjattpatti Sólar ehf Sölufélag garðyrkjumanna Sómi ehf Sportköfunarskóli Íslands Steypustöðin Stjörnugrís Storm hótelrekstur Straumhvarf hf Te og kaffi Terra umhverfisþjónusta Þykkvabæjar ehf Tindhagur ehf Tölvulistinn Urð og grjót Varnir og Eftirlit VBT ehf Verkvík – Sandtak VHE ehf Vignir G. Jónsson Vörumiðlun |
Er þitt fyrirtæki á listanum ?
Ofangreindar upplýsingar eru úr árskýrslu Starfsafls árið 2024 sem finna má undir gangasafni á vefsíðu sjóðsins.
Frekari upplýsingar má fá á skrifstofu Starfsafls.
Myndin er fengin hér