118 samningar vegna Fræðslustjóra að láni

Fyrsti samningurinn um Fræðslustjóra að láni var undirritaður haustið 2017. Á þeim tíma sem liðinn er hafa verið sviptingar í atvinnulífinu en verkefnið hefur haldið velli þökk sé öflugu samstarfi aðila vinnumarkaðarins undir merkjum fræðslusjóða.

Frá upphafi og til dagsins í dag hafa 118 fræðslustjóraverkefni, eins og þau eru kölluð, verið unnin með styrk frá Starfsafli.  Í flestum tilfellum er um að ræða samstarfsverkefni Starfsafls og annarra sjóða og fer þá eftir félagsaðild starfsmanna, hvaða sjóðir koma að hverju sinni. Slíkt samstarf er mikilvægt og undirstaða þess að verkefnin geti skilað sínu.

Fyrirtækin sem hafa fengið Fræðslustjóra að láni eru fjölbreytt, svo sem veitingastaðir, hótel, fiskvinnslur, heildsölur, bílaleigur og verksmiðjur, svo sæmi séu tekin. Eitt eiga þessir vinnustaðir sameiginlegt og það er viljinn til að hlúa að mannauð fyrirtækisins og taka stefnumiðuð skref til framtíðar, þar sem markmið fyrirtækisins og velferð starfsfólks eru leiðarstefið. 

Hér má sjá lista yfir þau fyrirtæki sem fengið hafa Fræðslustjóra að láni.