100 milljónir takk og bless

Á fyrsta þriðjungi ársins hafa verið greiddar rétt yfir 100 milljónir króna í styrki til einstaklinga og fyrirtækja auk sértækra styrkja. Það teljum við vera nokkuð gott og ályktum sem svo að þrátt fyrir allt séu einstaklingar og fyrirtæki að fjárfesta í fræðslu og þekkingu.  Ef við lítum til aprílmánaðar eingögnu þá var heildarfjárhæð greiddra styrkja þann mánuðinn  20,7 milljónir króna og þar af rúmlega 2,5 milljónir í styrki til fyrirtækja.

Styrkir til fyrirtækja

11 umsóknir frá 10 fyrirtækjum bárust sjóðnum í mánuðinum, þar af 3 vegna Fræðslustjóra að láni og eru þær allar í vinnslu. Vonir standa þó til að hægt verði að samþykkja þær allar innan skamms og keyra þau verkefni sem um ræðir í gang en árið 2020 átti Starfsafl ekki aðkomu að neinu slíku verkefni og þótti miður en skiljanlegt í því ástandi sem var og er.  Það er því sannarlega ánægjulegt að fá þessar þrjár umsóknir en í öllum tilfellum er um að ræða stór fyrirtæki með fjölda starfsmanna og því umfangsmikil verkefni. Fyrir fyrirtæki sem kjósa að greina þarfir og setja sjálf upp fræðsluáætlun þá má finna upplýsingar sem gagnast við slíka vinnu hér

Þá er alltaf gaman þegar ný fyrirtæki sækja um í sjóðinn og að þessu sinni bættist eitt nýtt fyrirtæki í hópinn, fyrirtæki í veitingaþjónustu sem fjárfesti í íslenskunámskeiði fyrir starfsmann. Vel gert.

Heildarfjárhæð afgreiddra styrkja var 2,5 milljónir króna og náði sú styrkfjárhæð til 520 félagsmanna.

Námskeiðin voru margvísleg og sem hér segir;

Endurmenntun atvinnubílstjóra

Íslenska

Lean

Meirapróf

Samskipti

Skyndihjálp

Styrkir til einstaklinga.

Styrkir til einstaklinga í krónum talið voru sem hér segir:

Efling kr.12,853,480,-

VSFK kr. 4,145,069,-

Hlíf kr.1,128,574,-

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér