100% aukning í greiddum styrkjum

40 umsóknir bárust sjóðnum í marsmánuði frá 17 fyrirtækjum. Vert er að benda á að í hverri umsókn er oftar en ekki verið að sækja um styrk vegna fjölda námskeiða og því fylgir hverri umsókn hafsjór greiddra reikninga með tilheyrandi fylgiskjölum sem nauðsynleg eru þegar sótt er um til sjóðsins.

Alls náði fræðslan sem styrkt var til 306 starfsmanna og fjöldi kennslustunda var alls 1215 tímar.  

Heilldarfjárhæð greiddra styrkja var kr. 5.303.193 en það er 100% aukning ef mánuðurinn er borinn saman við marsmánuð síðasta árs. Það er ánægjuefni þar sem árið hefur farið rólega af stað og vonandi er þetta vísbending um það sem koma skal. 

Tvennt skýrir þessa aukningu. Annars vegar það að fyrirtæki eru ekki að slá slöku við í fræðslu og gera hvað þau geta í því ástandi sem nú er og hinvegar er töluvert um það að fyrirtæki hafi farið í tiltekt og eru að senda inn reikninga sem eru allt að 12 mánaða gamlir.

Ef fyrstu þrír mánuðir þessa árs eru bornir saman við fyrstu þrjá mánuði ársins 2019 þá eru þeir á pari en þá er undanskilinn allur sá fjöldi umsókna sem barst undir lok árs 2018 og var ekki afgreiddur fyrr en í janúarbyrjun 2019 og skekkir því aðeins tölur í samanburði. 

Eigin fræðsla, frumnámskeið, gæðastjórnun, íslenska, Lean ráðgjöf, námskeið atvinnubílstjóra, sjálfstyrking, stjórnendaþjálfun, vinnuvélanámskeið og öryggisnámskeið voru meðal þeirra námskeiða sem styrkt voru.

Greiddar fjárhæðir vegna einstaklingsstyrkja í mars voru sem hér segir:

Efling kr. 12.124.076,-
VSFK kr. 3.992.741,-
Hlíf kr. 809.931,-

Samtals greiddir einstaklingsstyrkir voru kr. 16.926.748,-

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband við skrifstofu Starfsafls. Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

 

Myndin með fréttinni er fengin hér