Vantar aðstoð við fræðslumálin?

Í upphafi árs eru ekki úr vegi að hefja þá vegferð að innleiða fræðslu fyrir starfsfólk og þannig byggja upp menningu þar sem starfsþróun er leiðarstefið.  Að ýmsu er að huga og á  skrifstofu Starfsafls er velkomið að fá aðstoð fyrirtækinu að kostnaðarlausu, til að mynda vegna eftirfarandi:

  • skoða mögulegar leiðir í fræðslu starfsfólks
  • fá upplýsingar um námskeið og fræðsluaðila
  • skipuleggja eitt námskeið eða jafnvel setja upp einfalda fræðsluáætlun
  • fá upplýsingar um styrki (hvað er styrkhæft og möguleg endurgreiðsla)
  • fá fræðslu, ráðgjöf og stuðning

Það er einfalt mál að að hafa samband. Við mælum með því að bókaður sé tími með því að senda tölvupóst á [email protected] og við finnum tíma fyrir spjall, símleiðis í síma 5181850 eða með góðu kaffispjalli  á skrifstofu Starfsafls.

Myndin með fréttinni er fengin hér

* Öll fyrirtæki sem greiða iðgjöld af starfsfólki til Eflingar, VSFK eða Hlífar, geta sótt um í sjóðinn. Hámark veittra styrkja á almanaksári er 4 milljónir króna