Vantar þig frekari upplýsingar ?

Á vefsíðu Starfsafls má finna helstu upplýsingar, þar með talið allt um þær reglur sem gilda um styrki til fyrirtækja og einstaklinga auk þess sem þar er að finna sniðmát fyrir fræðsluáætlun, handbók um árangursríka fræðslu og þjálfun, vefmyndbönd til kynningar á Starfsafli og vefgátt sjóða auk fjölda greina og frétta.

Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda okkur póst á starfsafl@starfsafl.is og við svörum öllum póstum sem okkur berast innan sólarhrings.  Þá er velkomið að heyra í okkur símleiðis í síma 6930097.

Um Starfsafl:

Starfsafl fræðslusjóður er í eigu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, VSFK og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Sjóðurinn varð til á grundvelli kjarasamninga árið 2000 og hlutverk hans er að styrkja félagsmenn og fyrirtækin sem þeir starfa hjá, í starfsmenntun.

Stykir til einstaklinga eru afgreiddir af stéttafélögunum en Starfsafl afgreiðir styrki til fyrirtækja. Tekjur Starfsafls eru starfsmenntaiðgjald sem er samningsbundið gjald atvinnurekenda til sjóðsins, eins og um er samið á hverjum tíma.