Starfsþjálfun í fyrirtækjum – TTRAIN

menntun-og-mannaudurNæsti fundur í fundaröðinnni Menntun og mannauður verður haldinn þriðjudaginn 18. október kl. 8:30 – 10:00, í Húsi atvinnulífsins. Fjallað verður um starfsþjálfun í fyrirtækjum og nýtt verkefni, TTRAIN verkefni, verður kynnt en verkefnið snýst um að mennta einstaklinga innan ferðaþjónustufyrirtækja sem sjá um að þjálfa nýja starfsmenn á vinnustaðnum og endurmennta þá sem fyrir eru.
 
Samtök atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök iðnaðarins, Samorka og Samtök verslunar og þjónustu standa að fundaröðinni þriðja hvern þriðjudagsmorgun í mánuði og mun standa til vors 2017.
 
Skráning fer fram á vef SA
 
DAGSKRÁ
Kynning á TTRAIN verkefninu  (Tourism training)*
Magnús Smári Snorrason, verkefnastjóri þróunar á alþjóðasviði Háskólans á Bifröst.
 
Hvernig notum við skapandi aðferðir við þjálfun á vinnustöðum?
Signý Óskarsdóttir, eigandi Creatrix sem sérhæfir sig í verkefnum og ráðgjöf sem tengjast skapandi hugsun, samfélagslegri nýsköpun og þróunarvinnu.
 
Hvernig getur TTRAIN verkefnið* nýst fyrirtækjum?
Aðalheiður Hannesdóttir, verkefnastjóri gæðamála og Erla Ósk Ásgeirsdóttir, mannauðsstjóri Icelandair hotels.
Sigríður Inga Þorkelsdóttir tengiliður við hótel og upplýsingamiðstöðvar og Lára B. Þórisdóttir,  afgreiðslustjóri Reykjavík Excursions.
Elísabet Einarsdóttir, starfsmannastjóri Íslandshótela.
 
Fundarstjóri er María Guðmundsdóttir fræðslustjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
 
Allir velkomnir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA.