Starfsafl styrkir Eimskip

Nýverið fór Eimskip af stað með endurmenntunarnámskeið fyrir þá atvinnubílstjóra sem starfa hjá fyrirtækinu, en lögum samkvæmt ber atvinnubílstjórum, með ökuréttindi til að aka stórum ökutækjum í atvinnuskyni, að taka reglubundna endurmenntun vilji þeir viðhalda sínum réttindum.

Starfsafl styrkti Eimskip samkvæmt reglum sjóðsins um rúmlega eina milljón króna, en alls sátu 163 atvinnubílstjórar námskeiðin og náði styrkur Starfsafls til þriðjungs þeirra. Að jafnaði styrkir Starfsafl 75% af kostnaði við fræðsluaðila og greiðir aðeins fyrir starfsmenn sem greitt er af til sjóðsins þ.e. eru félagar í  Eflingu‐ stéttarfélagi, Verkalýðsfélaginu Hlíf og Verkalýðs‐ og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis. Ef hópur starfsmanna í fyrirtækinu fer á námskeið þá greiðir Starfsafl hlutfallslega miðað við fjölda félaga sbr. endurmenntunarnámskeiðin hjá Eimskip.

Frekari upplýsingar um fyrirtækjastyrki Starfsafls má sjá hér

eimskip