Starfsafl og KOMPÁS mannauður í samstarf

Starfsafl og KOMPÁS hafa undirritað samning til að festa enn betur í sessi það góða samstarf sem aðilarnir hafa átt á undanförnum árum. Það er sameiginlegur vilji samningsaðilanna að vera áfram í öflugu samstarfi, meðal annars í tengslum við verkefnið „Fræðslustjóri að láni“, sem Starfsafl og fleiri fræðslusjóðir hafa sinnt með góðum árangri á síðastliðnum árum. Það er ætlun Starfsafls og KOMPÁS að stuðla að markvissri uppbyggingu eða frekari útbreiðslu og þróun góðra verka á sviði mannauðsmála.
KOMPÁS vefurinn býður upp á fjölbreytt úrval verkfæra á sviði mannauðsstjórnunar og er helgaður stjórnun og starfsmannamálum í víðu samhengi. Mannauðurinn er grunnurinn að rekstri allra fyrirtækja og stofnana og í honum felast mikil verðmæti. Á KOMPÁS Mannauði má annars vegar finna Verkfærakistu sem inniheldur ýmis hagnýt stjórnendaverkfæri, svo sem leiðbeiningar, handbækur, gátlista, eyðublöð, myndbönd, verkferla, vinnulýsingar og fleira, og hins vegar Tengt efni þar sem finna má fjölmargar fræðigreinar, lokaritgerðir, rannsóknir, bæklinga og annað efni sem áður hefur verið gefið út á prenti eða rafrænu formi.
Hér má nálgast kynningarbækling um KOMPÁS en fyrirtækin sem eru aðilar að KOMPÁS eru fjölmörg og meðal þeirra eru mörg af framsæknustu fyrirtækjum landsins.
Kompas_Stafl_1000px