Starfsafl hlustar vel, rýnir í og leitar leiða

Fyrsti morgunfundur ársins var haldinn í byrjun febrúar og fór vel fram.  Skráning var fram úr hófi góð og skráðu örlítið fleiri en 6 sig til leiks, en gert er ráð fyrir 4-6 gestum á hvern fund.  Veðurguðirnir ákváðu hinsvegar að stríða okkur þennan daginn og því urðu nokkur afföll.  Hingað mættu þó 6 konur sem fara með mannauðs-, fræðslu- og gæðamál á sínum vinnustað og umræður urðu líflegar enda af mörgu að taka þegar kemur að þessum málum.

Einna helst var umræða um rafræna fræðslu enda mörg fyrirtæki sem eru að skoða þá möguleika og leita leiða til að hrinda í framkvæmd rafrænni fræðslu á sínum vinnustað.  Í mörg horn er að líta og þá þarf að skoða fjármögnunarleiðir. Starfafl fagnar umræðunni og  “hlustar vel”, rýnir í og leitar leiða til að mæta þörfum fyrirtækjanna. Þá bar endurmenntun atvinnubílstjóra enn og aftur á góma, umræður voru um fræðsluáætlanir og styrki vegna eigin fræðslu.

Morgunfundirnir hafa verið vel lukkaðir og stefnum við á að halda þeim áfram, sjá hér frétt

Næsti morgunfundur er áætlaður föstudaginn 16. mars kl. 9:00. Auglýsing verður send út þegar nær dregur.