Nýtt ár, ný tækifæri – við hlökkum til

Við fögnum nýju ári og  óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs nýs árs með þökkum fyrir góð samskipti á liðnum árum.

Það var mikill kraftur í umsóknum fyrirtækja á síðasta ári og ljóst að það eru engin rólegheit í kortunum hvað það varðar. Fyrirtæki eru óðum að tileinka sér umsóknargáttina og rétt sinn til styrkja. Það er vel. Þá hefur verið ánægjulegt að fá að skyggnast inn í þau fjölmörgu fyrirtæki sem eiga starfsmenn innan flóabandalagsins og sjá það metnaðarfulla starf sem þar fer fram.

Við hófum nýtt ár með því að hækka styrki til einstaklinga og því samfara þá hækka styrkir til fyrirtækja vegna einstaklingsnáms starfsmanna. 

Við erum að gera breytingar á umsóknarferli vegna eigin fræðslu fyrirtækja og ætlum okkur að halda áfram að þróa það hvernig við getum styrkt fyrirtæki vegna rafrænnar fræðslu. Á árinu er svo stefnt á fleiri morgunfundi, enda alltaf næg „fræðsla í bollanum“ og halda opinn ársfund í annað sinn í maí nk.

Nýtt ár, ný tækifæri – við hlökkum til.