Samtök atvinnulífsins kynna fræðslusjóði
Fræðslusjóðir atvinnulífsins eru sterkur bakhjarl þegar kemur að fræðslu fyrirtækja og mikilvægt að stjórnendur þekki vel til þeirra. Við þreytumst því seint á því að kynna þá og fögnum því þegar fleiri stíga á þann vagn með okkur. Hér má sjá Maj-Britt Hjördísi Briem, lögmann á vinnumarkaðssviði Samtaka Atvinnulífsins ræða mikilvægi fræðsluáætlanna í fyrirtækjarekstri og kynna starfsmenntasjóði.
Um Starfsafl:
Starfsafl – starfsmennt Samtaka Atvinnulífsins, Eflingar stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, varð til í tengslum við kjarasamninga vorið 2000. Þá var samið um stofnun sérstaks sjóðs sem ætlað er að byggja upp menntun almennra starfsmanna fyrirtækja. Tekjur sjóðsins eru samningsbundin gjöld atvinnurekenda (starfsmenntaiðgjald) til sjóðsins eins og um semst á hverjum tíma.