Mælanlegur ávinningur af fræðslu

Á ársfundi Starfsafls  sem verður fimmtudaginn 9. maí nk. verður Árný Elíasdóttir, ráðgjafi og eigandi Attentus, með erindi um mælanlegan ávinning af fræðslu.

Árný lauk MA gráðu í menntunarfræðum frá San Diego State University, námi í félagsuppeldisfræði frá Oslo Lærerskole og B.Ed. gráðu frá Kennaraháskóla Íslands. Hún sinnir hæfnigreiningum og starfs- og hæfnilýsingum, þarfagreiningu og skipulagi fræðslu, móttöku og þjálfun nýliða, mótun starfsmannastefnu, stjórnendaþjálfun, starfsþróunarsamtölum og úttektum á starfsemi stofnana.

Árný var fræðslustjóri Eimskips 1998 – 2004, ritstjóri hjá Námsgagnastofnun 1990 – 1998 og grunnskólakennari 1975 – 1990. Árný hefur annast stundakennslu á sviði mannauðsstjórnunar við Háskóla Íslands og Tækniskólann. Hún var í stjórn fræðslu og starfsþróunarhóps Stjórnvísi og formaður Gamma, félags kvenna í fræðslustörfum. Árný er aðalhöfundur handbókarinnar Árangursrík fræðsla og þjálfun. Hún situr í fulltrúaráði Samtaka atvinnulífsins fyrir Samtök verslunar og þjónustu.

Attentus veitir þjónustu og ráðgjöf um allt sem snýr að rekstri út frá áherslum mannauðsstjórnunar. Þjónustan byggir á fagþekkingu, reynslu og metnaði þar sem lögð er  áhersla á einfaldar og skilvirkar leiðir sem stuðla að rekstrarárangri og starfsánægju.