Júlímánuður í tölum

Júlímánuður var einstaklega rólegur hér hjá Starfsafli hvað styrki til fyrirtækja varðar.   Alls bárust sjóðnum 13 umsóknir frá 11 fyrirtækjum, þar af bíða tvær afgreiðslu.  

Samanlagt voru greiddir styrkir rétt um eina og hálfa milljón króna. Meðal námskeiða sem voru styrkt voru þjónustunámskeið, íslenskukennsla, skyndihjálp, hafnargæsla og meirapróf.

Þrátt fyrir rólegheit er vöxtur í fjölda umsókna á milli ára talsverður, samanber myndina hér til hliðar.

Þennan vöxt má ennfremur sjá í öllum mánuðum ársins og samanber rekstrartölur er aukning það sem af er ári rétt undir 50%. 

Styrkir til einstaklinga voru tæplega ellefu milljónir króna, en umsýsla einstaklingsstyrkja er hjá stéttarfélögunum Eflingu, VSFK og Hlíf.