Færniþörf á vinnumarkaði

Sérfræðingahópur um færni- og menntunarþörf á íslenskum vinnumarkaði og skipaður var fulltrúum Vinnumálastofnunar, Alþýðusambands Íslands, Hagstofu Íslands og Samtökum Atvinnulífsins, hefur skilað skýrslu um efnið.

Skýrslan ber heitið Færniþörf á vinnumarkaði – Hvernig má spá fyrir um færniþörf á íslenskum vinnumarkaði

Í skýrslunni  koma meðal annars fram tillögur hópsins, færnispár, spáferli annarra ríkja og gögn fyrir færnispár á Íslandi. Skýrslan mun nýtast fyrir stefnumótun í mennta- og atvinnumálum og er það mat hagaðila að ráðast þurfi í aðgerðir til að mynda ramma um færnispár á Íslandi.

Skýrsluna má nálgast á vef vinnumálastofnunar.