Artic Trucks fær Fræðslustjóra að láni

Undirritaður hefur verið samningur um verkefnið Fræðslustjóra að láni við fyrirtækið Artic Trucks. Tveir sjóðir, Starfsafl og Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks auk IÐUNNAR Fræðsluseturs koma að verkefninu og greiða hlutfallslega fyrir félagsmenn sinna stéttafélaga.

Hjá Artic Trukcs starfa 33 starfsmenn og þarf af eru 5 í Eflingu stéttafélagi. Fyrirtækið er viðurkenndur þjónustuaðili fyrir ýmsa aðila og býður einnig upp á ástandsskoðanir, dekkjaþjónustu og jeppabreyingar og er slagorð fyrirtækisins að hjá Arctic Trucks á Íslandi sé að finna flest það sem jeppaeigandinn þurfi á að halda. Þá leggur fyrirtækið áherslu á faglega þjónustu og ráðgjöf til viðskiptavina sinna.

Í umsókn fyrirtækisins segir að stjórnendur telji nauðsynlegt að ná heilstætt utanum þjálfunarmál starfsfólks.  Fyrirtækið rekur meðal annars breytingaverkstæði fyrir bíla sem er sérhæft á því sviði og vilji stjórnanda sem og starfsfólks að koma á heilstæðri þjálfunaráætlun enda verkefnin frekar flókin.

Verkefnið felur í sér að sjóðirnir leggja til “Fræðslustjóra að láni”, fræðslu- og mannauðsráðgjafa, sem greinir fræðsluþarfir fyrirtækisins og semur fræðsluáætlun byggða á greiningunni. Fræðsluáætlunin skal vera með útfærslu að leiðum, tímasetningu námskeiða og tillögum að fræðsluaðilum ásamt aðgerðum um þjálfun og menntun til styttri og lengri tíma. Greiningin og fræðsluáætlunin er ávallt unnin í nánu samstarfi með starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækisins.

Allur kostnaður vegna ráðgjafans er greiddur af þeim sjóðum sem að verkefninu koma en framlag fyrirtækisins felst í framlögðum tíma starfsfólks.

Ráðgjafi verkefnisins er Ragnar Matthíasson hjá RM ráðgjöf.

Nánari upplýsingar um verkefnið Fræðslustjóra að láni má nálgast á vef Starfsafls, www.starfsafl.is eða í síma 5107550

Myndin er fengin hér