965 félagsmenn á bak við tölur mánaðarins

Uppgjör maímánaðar var vonum framar og vonandi verða allir mánuðir hér eftir á pari við maí þar sem samanlögð fjárhæð greiddra styrkja í þeim mánuði var nánast jöfn þeirri fjárhæð sem greidd var samanalagt fyrir þá fjóra mánuði sem á undan komu, það er janúar til maí. Það er verulega ánægjulegt og gefur okkur vonir um að atvinnulífið hafi tekið við sér og sé orðið “eðlilegt” á ný, ef svo má segja, þar sem fræðsla innan fyrirtækja er hluti af daglegum rekstri og getur farið fram óhindrað.

Styrkir til fyrirtækja

32 umsóknir bárust Starfsafli í maí frá 20 fyrirtækjum. Samanlögð styrkhjárhæð til fyrirtækja var 6.5 milljónir króna og þá á eftir að afgreiða þrjár umsóknir, en tilskylin gögn vantar svo hægt sé að ljúka afgreiðslu þeirra. Á bak við þessa tölu eru 850 félagsmenn. Hæsti styrkurinn nam 1.8 milljón króna vegna áskriftar að stafrænu fræðsluumhverfi og sá lægsti 11.250,- kr.

Námskeiðin sem styrkt voru eru samanber eftirfarandi lista:

Aukin ökuréttindi
Dyravarðaámskeið
Endurmenntun atvinnubílstjóra
Fiskvinnslunámskeið
Frumnámskeið
HACCP / gæðastjórnun
Íslenska
Jafningjastjórnun
Kerrupróf
Lean
Námskeið fyrir bílstjóra
Öryggis og eldvarnanámskeið
Samskipti
Símsvörun
Skyndihjálp
Smáskipanámskeið
Stafrænt fræðsluumhverfi
Starfslokanámskeið
Streita og viðbrögð
Vinnuvélanámskeið

Styrkir til einstaklinga

Samanlögð styrkfjárhæð til einstaklinga var 7.658.713,- milljónir kr. og 115 félagsmenn þar á bak við.  Sú fjárhæð skiptist sem hér segir:

Efling kr. 3.694.036,-

VSFK kr. 2.881.069

Hlíf kr. 1.083.608,-

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér