Greidd styrkfjárhæð í október 37.8 milljónir

Október var sannarlega kröftugur mánuður,og bárust sjóðnum tugi umsókna frá fjölda  fyrirtækja.  Það er ánægjulegt og vísbending um að fræðsla starfsfólks sem greitt er fyrir af fyrirtæki er sífellt að aukast sem og sá fjöldi fyrirtækja sem nýtir sér það bakland sem Starfsafl er. 

Fræðsla á gólfi, stafræn fræðsla og eigin fræðsla er allt framsetning á fræðslu sem er styrkhæf hjá Starfsafli svo fremi sem um starfsmenntun og starfstengda fræðslu sé að ræða. Þannig mætir Starfsafl sem starfsmenntasjóður þörfum atvinnulífsins, fyrirtækjum og einstaklingum.   Þá er vert að hafa í huga að starfsmenntun er ekki eyland í sjálfu sér sem tekur eingöngu mið af framboði heldur þarf að haldast í hendur við skýra stefna og markvissa fræðslu og þjálfun sem hluti af stefnumiðaðri starfsþróun.  

Fræðsla starfsfólks sem greitt er fyrir af fyrirtæki er sífellt að aukast sem og sá fjöldi fyrirtækja sem nýtir sér það bakland sem Starfsafl er. 

Í október var heildarfjárhæð greiddra styrkja rétt undir 37.8 milljónum króna og á bak við þær tölur 20 fyrirtæki og 1336 félagsmenn, þar af 440 félagsmenn sem nýttu rétt sinn til eintaklingsstyrks. Af þeim tölum má sjá það margfeldi sem felst í fræðslu sem greitt er fyrir af  fyrirtækjum. Sú fræðsla nær yfirleitt til stærri hóps og fyrir lægri fjárhæðir.

Styrkir til fyrirtækja

36 umsóknir bárust frá 20 fyrirtækjum og var lægsti styrkurinn kr. 1121,- og sá hæsti kr. 1.029398,-  Fjórum umsóknum var hafnað og tvær bíða enn afgreiðslu.  Samanlögð styrkfjárhæð til fyrirtækja var kr.5.377.550,- og á bak við þá tölu 896 félagsmenn.  

Samanlögð styrkfjárhæð til fyrirtækja var kr.5.778.386,- og á bak við þá tölu eru 247 félagsmenn.

Námskeiðin sem sótt var um styrk vegna voru samanber eftirfarandi:

Eigin fræðsla
Félagsleg fræðsla
Fræðslusafn Akademías
Gæðastjórnun
Heilsa og vellíðan
Húmor virkar
Íslenska
Íslenska app
MBA
Öryggis-og vinnuvernd
Samfélagsmiðlar
Samskipti og fyrirtækjamenning
Sérhæft námskeið
Sjálfstyrking
Skyndihjálp
Streita
Stafrænt fræðsluumhverfi
Þjónusta – myndband
Þjónustunámskeið
Vinnuvélanámskeið
Vinnuvélapróf

Styrkir til einstaklinga

Heildarfjárhæð greiddra styrkja til einstaklinga var kr. 32.508.519,- og á bak við þá tölu 440 félagsmenn. 

Efling kr. 24.025.929,-

VSFK kr. 6.290.561,-

Hlíf kr. 2.192.029,-

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér