Allt nám sem tekið er erlendis þarf að falla að skilgreiningu sjóðsins um starfsnám til að falla undir starfsmenntastyrki.
A. Skilgreining starfsnáms
Starfsafl styðst við flokkun fræðsluaðila við skilgreiningu á hvaða fræðsla fellur undir almennt starfsnám sbr. eftirfarandi:
Afmarkaður hluti náms sem fylgir fyrirfram ákveðinni áætlun eða skilgreiningu og lýkur með vottun á frammistöðu eða annars konar staðfestingu
B. Skilyrði starfsnáms*
1. Hafa skilgreint upphaf, endi og leiðbeinanda sem ætla má að sé til þess bær að standa fyrir kennslu
2. Skýr efnistök og markmið
3. Þarf að vera öðrum aðgengilegt á sama eða sambærilegu verði
*Vísun í vefsíðu / vefslóð getur verið fullnægjandi ef allar þessar upplýsingar koma þar fram, þ.e. um uppbygginu náms, námskeiðs og leiðbeinanda.
Með umsókn um starfsmenntastyrk þarf að skila inn ofangreindum upplýsingum á íslensku eða ensku auk þess sem skila þarf inn vottun á frammistöðu eða annarskonar staðfestingu (diploma). Umsóknum verður hafnað ef þetta vantar.
Nám sem fram fer á erlendum vefsíðum, að undanskyldu háskólnámi hjá viðurkenndum háskólum, er ekki styrkt.
Nám sem fellur ekki undir fyrrgreint getur fallið undir lífsleikni (tómstundastyrk)
Samþykkt á fundi stjórnar Starfsafls 20. nóvember 2024