Um Starfsafl

Starfsafl – starfsmennt Samtaka Atvinnulífsins, Eflingar stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, varð til í tengslum við kjarasamninga vorið 2000. Þá var samið um stofnun sérstaks sjóðs sem ætlað er að byggja upp menntun almennra starfsmanna fyrirtækja. Tekjur sjóðsins eru samningsbundin gjöld atvinnurekenda (starfsmenntaiðgjald) til sjóðsins eins og um semst á hverjum tíma.

Skrifstofa

Starfsafl fræðslusjóður er með skrifstofu í Húsi atvinnulífsins að Borgartúni 35, 105 Reykjavík.

Netfang starfsafl@starfsafl.is og símanúmer 5181850

Framkvæmdastjóri:

Lísbet Einarsdóttir. 

Netfang lisbet@starfsafl.is

Sími: 5181850 / 6930097

Á skrifstofu Starfsafl eru veittar  allar frekari upplýsingar um styrki og aðra þjónustu.  

Þá er velkomið að koma í fyrirtæki og kynna starfsemi sjóðsins. 

Hlutverk Starfsafls:

• Leggja áherslu á kynningar-og hvatningarstarf er tengist starfsmenntun. 
• Hafa frumkvæði að þróunarverkefnum í starfsmenntun.
• Kanna þarfir atvinnulífsins fyrir starfsmenntun almennra starfsmanna.

Starfsafl styrkir:

  • Einstaklinga og fyrirtæki vegna starfsmenntunar samkvæmt nánari reglum stjórnar.
  • Skipulag og stefnumótun fræðslu í fyrirtækjum.
  • Nýjungar og endurskoðun námsefnis.
  • Verkefni sem aðilar semja sérstaklega um í kjarasamningi.

Stjórn 

Reglugerð

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband við skrifstofu Starfsafls. Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Starfsafl – Borgartúni 35 – 105 Reykjavík – Sími 5181850 – starfsafl@starfsafl.is – www.starfsafl.is