Skilgreining náms og námskeiða

Skilgreining náms / námskeið

Starfsafl styðst við flokkun fræðsluaðila við skilgreiningu á hvaða nám/námskeið falla undir almennt starfsnám sbr. eftirfarandi:

Afmarkaður hluti náms sem fylgir fyrirfram ákveðinni áætlun eða skilgreiningu og lýkur yfirleitt með vottun á frammistöðu eða annars konar staðfestingu

Hvaða skilyrði þarf námskeið að uppfylla til að kallast námskeið af hálfu Starfsafls:

1. Hafa skilgreint upphaf, endi og leiðbeinanda sem ætla má að sé til þess bær að standa fyrir kennslu

2. Skýr efnistök og markmið

3. Þarf að vera öðrum fyrirtækjum aðgengilegt á sama eða sambærilegu verði

Starfsafl áskilur sér rétt til að taka til skoðunar og kalla eftir nánari upplýsingum á efnisinntaki, kostnaði eða hæfi leiðbeinanda. Að sama skapi áskilur Starfsafl sér rétt til að gera athugasemdir eða takmarka styrkveitingu ef verðlagning náms getur ekki talist í samræmi við viðmið markaðarins, ef ætla má að skilgreindur undirbúningstími sé umfram það sem eðlilegt getur talist eða ef vísbendingar eru um að verðlagning ber þróunarkostnað umfram það sem eðlilegt má teljast. Að gefnu tilefni áskilur Starfsafl sér rétt til að hafna umsóknum.