Starfsmenn og stjórn Starfsafls hafa allt frá stofnun árið 2000 lagt sig fram í hvers kyns nýsköpunarstarfi sem ætla má að styrki hlutverk sjóðsins á sviði fræðslu og endurmenntunar í atvinnulífinu. Þar hafa ýmis innlend verkefni verið áberandi t.d. styrkti Starfsmenntaráð ýmis verkefni sem Starfsafl hafði forgöngu um eins og verkefnið Fræðslustjóri að láni.
Síðustu árin hafa ýmis Evrópuverkefni verið veigamikill þáttur í nýsköpunarstarfi Starfsafls. Þar má nefna:
NordGreeen EQF – verkefni um nýja námskrá í skrúðgarðyrkju og umhirðu útisvæða. Námskráin er ætluð í nám fyrir almenna starfsmenn í greininni. Eins má ætla að nálgunin um stigskipt nám í iðngreinum geti haft þýðingu fyrir allar iðngreinar og réttindaöflum almennra starfsmanna. Verkefnið hófst árið 2013 og lýkur haustið 2015. Vefsíða NordGreen EQF
TPlanner – Training planner for Small and Medium sized Enterprises – Fræðslustjóri fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Markmið verkefnisins var að flytja út íslenska hugmyndafræði sem byggist á að lána út mannauðsráðgjafa (fræðslustjóra að láni) til fyrirtækja, einkum smáfyrirtækja (SMEs, Small and Medium Sized Enterprises). Fræðslustjórinn metur fræðsluþörf fyrirtækisins, lítur á þarfir fyrir hæfni í hverju starfi eða starfaflokki og býr til sérsniðna þjálfunaráætlun og námskeið fyrir fyrirtækið, byggða á viðtölum við stjórnendur og rýnihópa frá öllum starfshópum. Verkefninu lauk árið 2013 með útgáfu bókar ætlaðri mannauðsráðgjöfum og stjórnendum. Það var valið eitt af 35 áhugaverðustu EU-verkefnum í ADAM gagnabanka EU um EU verkefni en í bankanum eru nokkur þúsund verkefni. Vefsíða TPlanner.
GARDEN – Garden your educational life. Um alla Evrópu hafa tölur um atvinnuleysi ungs fólks risið hratt og nýlegar spár lofa ekki góðu. Þess vegna þurfa fullorðinsfræðslan og starfsmenntunaraðilar að bregðast við með nýrri hugsun og nýjum aðferðum. Grundtvig Verkefnið „Ræktaðu menntun þína – nýtt menntaumhverfi og tækifæri til að meta menntun og auka starfshæfni ungs fólks í Evrópu“ leitast við að kynna nýtt fræðsluumhverfi (utandyra) og beita heildrænni nálgun á viðfangsefni sitt, einkum ungt atvinnulaust fólk. Verkefnið nýtir náttúruna og garða á heildstæðan hátt. Verkefnið hófst árið 2011 og lauk 2013. Vefsíða GARDEN
MOBILITY verkefni. Starfsafl hefur fengið styrk frá mannaskiptaáætlun Leonardo menntaáætlunar ESB til að senda 10 einstaklinga (þ.e. félagsmenn Eflingar) frá 4 fyrirtækjum þ.e. Eflingu stéttarfélagi (sem sendir atvinnuleitendur), ISAVIA, Kjörís og Skeljungi, til vinnustaða á Norðurlöndunum í vikuþjálfun. Styrkurinn er notaður til að kosta ferðir og uppihald starfsmanna eða atvinnuleitenda. Ferðir sem þessar hafa áður verið styrktar af Leonardo áætluninni og hafa tekist afskaplega vel og skilað miklum árangri. Ferðirnar eru farnar innan tveggja ára þegar hentar viðkomandi starfsmönnum og fyrirtækjum. Mótttökufyrirtækið greiðir götu félagsmanna Eflingar erlendis og sér þeim fyrir þjálfun og kynningu á vinnubrögðum og tækni sem starfsmenn flytja síðan með sér heim til síns heimavinnustaðar á Íslandi. Öllum fyrirtækjum á póstlista Starfsafls var boðið að taka þátt og ofangreind fyrirtæki urðu fyrir valinu enda undirbjuggu þau umsóknina vandlega með aðstoð starfsmanna Starfsafls.