Í dag 15. ágúst var undirritaður samningur um verkefnið Fræðslustjóra að láni við Bus Travel Iceland. Fjöldi starfsfólks er á fimmta tug og styrkja Starfsafl og SVS verkefnið að fullu. Verkefnið felur í sér að sjóðirnir leggja til “Fræðslustjóra að láni”, fræðslu- og mannauðsráðgjafa, sem greinir fræðsluþörf fyrirtækisins og semur fræðsluáætlun byggða á greiningunni. […]